07.05.1988
Sameinað þing: 80. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7723 í B-deild Alþingistíðinda. (5805)

467. mál, vegáætlun 1987--1990

Stefán Valgeirsson:

Herra forseti. Ég var ekki á þessum fundi. Ég hef yfirleitt ekki verið boðaður á þessa fundi en mér var tjáð eftir fundinn að ákveðið væri að þingfundurinn stæði til kl. 3. Ég var búinn að lofa að vera á fundi annars staðar kl. 5 mínútur yfir 3 og verð því að víkja og það var þess vegna sem ég lauk ræðu minni svona. Ég vil standa við þau loforð sem ég gef öðrum og vissi ekki annað en fundinum yrði lokið kl. 3.