09.05.1988
Sameinað þing: 81. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7764 í B-deild Alþingistíðinda. (5868)

394. mál, lækkun raforkukostnaðar í gróðurhúsum

Frsm. atvmn. (Valgerður Sverrisdóttir):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir nál. frá atvmn. á þskj. 1063 um till. til þál. um ráðstafanir til að lækka raforkukostnað í gróðurhúsum.

Nefndin hefur fjallað um till. á fundum sínum og fengið til viðræðu fulltrúa frá Landsvirkjun og Rafmagnsveitum ríkisins.

Nefndin mælir með að till. verði samþykkt með svofelldri breytingu:

Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því við stjórnir Landsvirkjunar og Rafmagnsveitna ríkisins að garðyrkjubændum verði gefinn kostur á hagkvæmari kaupum á raforku en nú er til lýsingar í gróðurhúsum í því skyni að styrkja samkeppnisaðstöðu innlendrar ylræktar gagnvart innflutningi.

Fjarverandi við afgreiðslu málsins var Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir.

Undir nál. rita Valgerður Sverrisdóttir, formaður, Guðmundur H. Garðarsson, Geir Gunnarsson, Eggert Haukdal, Birgir Dýrfjörð og Ólafur Þ. Þórðarson.