11.05.1988
Sameinað þing: 83. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7961 í B-deild Alþingistíðinda. (6151)

142. mál, könnun á launavinnu framhaldsskólanema

Frsm. félmn. (Salome Þorkelsdóttir):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir nál. frá félmn. á þskj. 1091 um till. til þál. um könnun á launavinnu framhaldsskólanema.

„Nefndin hefur fjallað um tillöguna og er sammála um að mæla með samþykkt hennar svo breyttrar:

Tillgr. orðist svo, með leyfi forseta:

„Alþingi ályktar að fela menntmrh. að láta kanna í náinni samvinnu við framhaldsskólana hvernig háttað sé vinnu framhaldsskólanema með námi. Kannaður verði vinnutími, kjör og réttindi, ástæður þess að nemendur taka að sér launuð störf með námi og hugsanleg áhrif vinnu á ástundun og námsárangur.“

Hjörleifur Guttormsson sat fundi nefndarinnar og er samþykkur áliti þessu. Undir nál. rita Salome Þorkelsdóttir, Guðmundur ,Ágústsson, Guðni Ágústsson, Eiður Guðnason, Ólafur G. Einarsson, Þórhildur Þorleifsdóttir og Alexander Stefánsson.