10.10.1987
Sameinað þing: 1. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7 í B-deild Alþingistíðinda. (8)

Rannsókn kjörbréfa

Frsm. 3. kjördeildar (Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir):

Herra forseti. 3. kjördeild hefur yfirfarið kjörbréf 2. kjördeildar. Engin athugasemd kom fram og skoðum við hv. þm. þá rétt kjörin. Kjörbréfin eru:

1. Kjörbréf Alexanders Stefánssonar, 1. þm. Vesturl.

2. Kjörbréf Eyjólfs Konráðs Jónssonar, 8. þm. Reykv.

3. Kjörbréf Friðjóns Þórðarsonar, 2. þm. Vesturl.

4. Kjörbréf Friðriks Sophussonar, 1. þm. Reykv.

5. Kjörbréf Geirs H. Haarde, 17. þm. Reykv.

6. Kjörbréf Guðmundar G. Þórarinssonar, 10. þm. Reykv.

7. Kjörbréf Guðna Ágústssonar, 5. þm. Suðurl.

8. Kjörbréf Guðrúnar Helgadóttur, 13. þm. Reykv.

9. Kjörbréf Halldórs Blöndals, 2. þm. Norðurl. e.

10. Kjörbréf Jóhönnu Sigurðardóttur, 9. þm. Reykv.

11. Kjörbréf Júlíusar Sólness, 7. þm. Reykn.

12. Kjörbréf Kjartans Jóhannssonar, 4. þm. Reykn.

13. Kjörbréf Kristínar Halldórsdóttur, 10. þm. Reykn.

14. Kjörbréf Matthíasar Á. Mathiesen, 1. þm. Reykn.

15. Kjörbréf Óla Þ. Guðbjartssonar, 6. þm. Suðurl.

16. Kjörbréf Pálma Jónssonar, 2. þm. Norðurl. v.

17. Kjörbréf Skúla Alexanderssonar, 4. þm. Vesturl.

18. Kjörbréf Stefáns Guðmundssonar, 3. þm. Norðurl. v.

19. Kjörbréf Steingríms J. Sigfússonar, 4. þm. Norðurl. e.

20. Kjörbréf Sverris Hermannssonar, 4. þm. Austurl.

21. Kjörbréf Valgerðar Sverrisdóttur, 5. þm. Norðurl. e.