10.10.1987
Sameinað þing: 1. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7 í B-deild Alþingistíðinda. (9)

Rannsókn kjörbréfa

Aldursforseti (Stefán Valgeirsson):

Frsm. kjördeildanna hafa hver fyrir hönd sinnar kjördeildar lagt til að þau kjörbréf sem deildirnar hafa haft með höndum verði samþykkt og kosning og kjörgengi þingmanna tekin gild. Þetta gildir um 63 alþingismenn og auk þess um þá þrjá varamenn sem komnir eru til þings, þá Ólaf Ragnar Grímsson, Ellert Eiríksson og Pétur Bjarnason. Þetta eru samhljóða tillögur og ég tel rétt að bera þær upp í einu lagi ef enginn hreyfir andmælum því gegn.