19.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 40 í B-deild Alþingistíðinda. (1006)

1. mál, fjárlög 1910 og 1911

Jón Magnússon:

Eg vildi benda á það, að hingað til hefir það verið álitið svo, að embætti sé veitt með þeim kjörum, sem það er auglýst með. — Skal sömuleiðis benda á það, að skrifstofukostnaðurinn við þetta embætti hefir aukist síðan bæjarstjórnarmálefnin voru tekin burt.

Að öðru leyti skal eg ekkert fara út í það, hvort embættið þolir þessa viðbót, álít að eins, að brotinn sé lagalegur réttur embættisins, ef þessar 400 kr. eru teknar af skrifstofufénu.