19.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 99 í B-deild Alþingistíðinda. (1038)

1. mál, fjárlög 1910 og 1911

Framsögumaður (Björn Jónsson):

Mér finst eg eigi heimting á vernd forseta fyrir öðrum eins áburði og þeim, að eg hafi brúkað í ræðu minni síðast ókvæðisorðið lygi. Það veit allur þingheimur, að eg hefi ekki gert. Maður sem er svo ófeiminn að skrökva frammi fyrir þinginu, að eg hafi látið mér um munn fara orð, er eg hefi alls ekki talað ber það upp á mig nær að vörmu spori, honum get eg trúað til margs. Þótt hann líti svo á sjálfan sig, að hann sé háyfirmeistari í stjórnvísindum og flestöllum öðrum fræðum (Jón Ólafsson: Eg er dauður!), þá er traustið á honum ekki meira en það, að því leggur enginn maður neitt upp úr, meðal annars og ekki sízt fyrir það, að traustið á sannsögli hans er nauða lítið.