29.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 517 í B-deild Alþingistíðinda. (1147)

1. mál, fjárlög 1910 og 1911

Jón Magnússon:

Það er komin fram breyt.till. frá háttv. þm. Dal. (B. J.) um að styrkurinn til Boga sagnfræðings Melsteðs, þetta sem eftir er af honum — annað árið —, færist niður í 200 kr. Ef háttv. meiri hluti vill hegna honum, þá tjáir ekki um það deila, hann hefir ráðin. En hitt, að leggja það til, að þessum fræðimanni verði veittur svo lúsalegur styrkur, 200 kr., það getur ekki verið gert í öðrum tilgangi en að svívirða manninn, sem sannarlega á alt annað skilið af þingi og þjóð. Þessi tillaga hlýtur að vera sprottin af persónulegum kala.

Af því að eg stóð upp, ætla eg að drepa á styrkinn til þýzkrar orðabókar. Þingið hefir áður jafnan tekið fremur greiðlega í styrkveitingar til útgáfu orðabóka; eg veit, að manni þeim, er styrkurinn er ætlaður, er mjög vel trúandi til að leysa verkið vel af hendi, og það er orðin mikil nauðsyn á því, að fá þýzk-íslenzka orðabók. Vona eg því, að styrkur þessi verði nú veittur.