29.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 598 í B-deild Alþingistíðinda. (1212)

3. mál, fjáraukalög 1906 og 1907

Framsögumaður (Hálfdan Guðjónsson):

Eins og háttv. samdeildarmönnum er kunnugt hefir nefndin í framhaldsáliti sínu við fjáraukalögin 1906 og 1907 látið í ljós, að hún ekki getur fallist á að reikningsábyrgðin á manntalsbókarreikningi Skaftafellssýslu falli alveg niður, eins og hv. Ed. hefir lagt til. Vér sjáum enga ástæðu til að sýslumanni sé gefin eftir 148 kr. 33 aur, sá hluti reikningsskekkjunnar, sem honum var engin vorkunn að finna rétt út. Það var hreinasti óþarfi af manni með opin augu að reikna það rangt út, eftir að hann hafði fengið aths. um það frá stjórnarráðinu. — Vér höfum því lagt til, að upphæð sú, sem sýslumaðurinn fái gefna eftir, verði kr. 312,65 í stað kr. 460,98, eins og Ed. hefir lagt til.