23.02.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 685 í B-deild Alþingistíðinda. (1253)

87. mál, vantraust á ráðherra

Björn Jónsson:

Eg verð að taka það fram, að þetta, sem hæstv. ráðh. sagði um landsbankalögin er ekki rétt hermt. Það stendur ekki í þeim, að bankastjórnin sé sammála einróma, heldur nægir meiri hluti hennar. »Eftir tillögum« bankastjórnarinnar getur alls ekki þýtt sama sem »móti tillögum« hennar.

Ummæli mín um stjskrfrv. eru og ekki rétt hermd. Eg sagði, að svo gæti skipast, að bið yrði á endalyktum þess máls, en aldrei, að svo þyrfti að vera.