28.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 762 í B-deild Alþingistíðinda. (1279)

5. mál, samband Danmerkur og Íslands

Framsögumaður meiri hlutans (Jón Þorkelsson):

Eg verð að lýsa vin minn, hinn háttv. 2. þm. S.-Múl. (J. Ó.) ósannindamann að því, að Þingvallafundurinn 1907 hafi ætlast til þess, að farið skyldi að berjast fyrir skilnaði Íslands og Danmerkur nú á þessu stigi málsins, sem eg og hefi tekið skýrt fram áður, að ekki hafi verið meiningin. Slíkt er fjarri öllum sanni, og ef þm. vill halda fast við þá staðhæfingu sína, að meiri hlutinn víki nú frá kröfum Þingvallarfundarins, get eg ekki álitið slík ummæli annað en vísvitandi ósannindi.