27.02.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1003 í B-deild Alþingistíðinda. (1492)

16. mál, aðflutningsbann

Flutningsmaður (Björn Jónsson):

Þessi sami sálmur um að lögin yrðu brotin var sunginn á alþingi, þegar toll-lögin voru fyrst á ferð hér, um 1870. Því var spáð þá, að menn myndu brjóta svo lögin og svíkja toll, að lögin myndu verða þýðingarlaus.

Nú heyrist það raus ekki lengur, og yfirleitt hefir víst lítið kveðið að tollsvikum alla þá tíð, síðan lögin þau komust á. Það dugar því ekki að halda að oss slíkum vantrúarspádómum. Þeir munu ekki rætast.