12.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1165 í B-deild Alþingistíðinda. (1584)

21. mál, vígslubiskupar

Jón Ólafsson:

Eg greiddi atkvæði með frv. þessu við 2. umr., og mun eins greiða atkvæði með því enn. — Betur finst mér þó fara á því, að prestar kjósi sér sjálfir vígslu-biskup. — Frumv. ákveður, að þegar vígslubiskup vígist, skuli hann fá 500 kr. þóknun í eitt skifti fyrir öll.

Mér sýnast breyt.till. á þgskj. 170, og 179 vera nokkuð smá-smuglegar, þar sem farið er fram á, að þeim sé greidd borgun fyrir verk sín eftir reikningi. Breyt.till. á þingskj. 170 er þó öllu mildari, því að þar á vígslubiskup að fá hempuna borgaða eftir skraddara-reikningi.

Viðvíkjandi því, er háttv. þm. Mýr. (J. S.) sagði, er mér engan veginn ljóst, hvar sú ræða hans á heima. Það liggur alls ekki fyrir að samþykkja frumv. með neinum nýjum breytingum, því að þetta er 3. umr., sem nú er verið að ljúka.

Yfir höfuð að tala virðist það augljóst, að betra er að hafa vígslu-biskupana tvo. Biskupar geta orðið veikir, alveg eins og aðrir menn, og eins er hægra fyrir menn, að sækja til þess biskups, er nær er, og líka leiðinlegt fyrir prestaefni, að þurfa að bíða lengi eftir vígslu. Ef vígslu-biskup Skálholtsumdæmis situr t. d. austur á Skeggjastöðum á Ströndum, sem fyrir gæti komið, þá getur verið miklu nær, að ná til vígslu-biskups Hólaumdæmis. Norðurlands-presta mætti og einatt, ef hentara væri, vígja í Hóla-dómkirkju.