12.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1168 í B-deild Alþingistíðinda. (1589)

21. mál, vígslubiskupar

Ráðherrann (H. H.):

Það er aðeins lítil aths. Háttv. 2. þm. Árn. (S. S.) lét í ljósi þá skoðun, að ekki mundi verða fyrirstaða á því, að vígslubiskuparnir fengi borgaðan skraddarareikninginn. En hér á landi tíðkast ekki, að landssjóður borgi einkennisbúninga embættismanna, og eigi þessir vígslubiskupar að fá hempuna borgaða, þá verður að ákveða það sérstaklega í lögunum.