29.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1244 í B-deild Alþingistíðinda. (1684)

29. mál, námskeið verslunarmanna

Jón Ólafsson:

Herra forseti! — Eg er sömu forlögum háður nú og við 2. umr. þessa máls, að eg mæli fyrir hönd ritara og framsögumanns þessa frumv. (M. Bl.), sem er veikur.

Nefndin þóttist komast að raun um, að ritara hefði eitthvað yfirsést, því í frumv. var ýmislegt, er nefndin hafði talið betur fara á annan hátt, svo vér höfum leyft oss að koma með breytingartill. við þessa staði, en það eru einungis orðabreytingar, að heita má. Breytingar þessar eru við 1., 3., 8., 13. og 14. gr. en allar smávægilegar. Þannig í 8. gr. í stað orðanna: »liggur við. . . vörukönnun« komi: »liggur við . . . eða þegar birgðakönnun«.

Ætla eg ekki að fara frekari orðum um frumv. þetta, sem eg álít mjög til bóta.