30.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1385 í B-deild Alþingistíðinda. (1894)

53. mál, sóknargjöld

Jón Sigurðsson:

Þessi hræðsla við það, að kirkjan muni missa tekjur, ef breyt.till. verður samþ., styðst við enga reynslu, og það kemur fyrst í ljós, þegar farið er að reyna ákvæðin, hvort hún er á rökum bygð. Að þetta mundi verða skaði fyrir landssjóð er ekki rétt. Peningarnir koma að eins á annan hátt. Ef breyt.till. verður samþ. mundi hún greiða fyrir fríkirkjuhreyfingunni, og eg held ekki að það sé heppilegt, að skilnaður ríkis og kirkju dragist. Till. um fjölgun presta — þvert ofan í lög síðasta alþingis — hafa komið fram hér á þinginu.

Það er heldur engin trygging fyrir því, að tekjur bændakirkna haldist, sem nú eru þær, þótt frv. yrði samþ. án breyt.till. En ef breyt.till. kæmist í gegn þá myndi meiri hluti þeirra manna, sem aldrei sækir kirkjur hætta að borga til þeirra, og legðust þær þá niður af sjálfu sér. Ef svo færi með bændakirkjur, þá myndi það verða ábati en ekki skaði, því fæstir bændur munu græða á þeim.