08.05.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1394 í B-deild Alþingistíðinda. (1903)

53. mál, sóknargjöld

Jón Ólafsson:

Mig furðar ekki á því, þótt háttv. þm. Vestm. (J. M.) sé meinilla við allan mótbyr gegn þessu sæla frumv., enda er síðasta ræða hans í fullu samræmi við fyrri ummæli hans um þetta mál; hann er líka þjóðkirkjumaður með lífi og sál. En eg álít ver farið, en heima setið, ef frumv. þetta nær samþykki þingsins. — Orð hins háttv. þm. Vestm. (J. M.) máttu sín lítið við síðustu umræðu hér, og eg vona hins sama nú.