14.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1566 í B-deild Alþingistíðinda. (2138)

71. mál, eiðar og drengskaparorð

Jón Magnússon:

Það gleður mig, að háttv. 2. þm. S.-Múl. (J. Ó.) er á minni skoðun um, að alt af verði að taka eiðinn á undan, ef ákvæðið er þannig í lögunum. Háttv. 1. þm. Rvk (J. Þ.) áleit, að hægt væri að undanþiggja vitni frá eiðstaðfestingu, en til þess þarf sökudólgurinn að vera við ransóknina þegar frá byrjun og álít eg slíkt mjög óheppilegt fyrir allan gang málsins. Eg get ekki verið sammála háttv. 2. þm. S.-Múl um það, að vitni hér séu svo ákaflega, og efast eg um að nokkuð væri til bóta að taka eiðinn á undan. Eg er algerlega á móti þessu atriði, og get eg eigi trúað því, að þetta meðal sé nauðsynlegt til þess að fá sannleikann fram. Á það síður en vel við hér á landi, en ekkert til fyrirstöðu, ef kviðdómar eru notaðir. En háttv. nefnd getur enn breytt þessu, háttv. Ed. sömuleiðis; vona eg, að hún ekki sendi ákvæði þessi frá þinginu sem lög í þetta skifti.