04.05.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1921 í B-deild Alþingistíðinda. (2364)

120. mál, húsmæðraskóli

Jón Ólafsson:

Vitaskuld er eg hlyntur húsmæðrafræðslu, en eg sé ekki þörf á því að fara að stofna húsmæðraskóla á landsins kostnað, og virðist mér hagkvæmara, að skólar þessir væru að eins styrktir af landsfé. Þetta svarar eigi heldur til þeirrar fyrirmyndar, sem farið er eftir.

Vil eg leyfa mér að lesa upp rökstudda dagskrá í þeirri von, að háttv. þingmenn vilji aðhyllast hana, því að það er skoðun vor, sem komum með þessa dagskrá, að ef þingsályktunartill. verður samþykt, þá sé hún áskorun til landsstjórnarinnar um það, að koma með frumv. í þessa átt, því eigi er unt að ætlast til þess, að hún komi með þingsályktunartill. á sjálfa sig.

Hin rökstudda dagskrá hljóðar svo:

»Í því trausti, að alþingi verði fúst á, að styðja á hæfilegan hátt húsmæðrafræðslu, sem upp kynni að koma, ef henni er hagkvæmlega fyrir komið, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá«.