15.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1944 í B-deild Alþingistíðinda. (2393)

128. mál, bréfhirðing á Dynjanda

Flutningsmaður (Skúli Thoroddsen):

Það eru ekki nema örfá orð, sem eg ætla að segja um þetta mál; tillagan segir alt sjálf, sem segja þarf. — Eg hefi leyft mér að bera hana fram eftir ósk manna í Grunnnavíkurhreppi, sem óska, að bréfhirðing verði sett að Dynjanda, með því að bygðin er mest þar í grendinni. Þess hefir og jafnframt verið óskað, að aukapóstur verði látinn ganga frá Dynjanda til Furufjarðar, og hefir sú ósk áður komið fram á sýslunefndarfundum, enda verður ekki annað sagt, en að þetta sé í alla staði réttmætt, því að hér er um afar-brýna þörf að ræða.

Eins og mörgum mun kunnugt, þá eru Austur-Hornstrandirnar mjög afskektar, og engar póstferðir þangað. Bréf eða blöð koma því að jafnaði örsjaldan til þeirra, að eins þegar svo vill til, að einhver aukaferð fellur.

Vona eg, að háttv. þingdeild samþykki tillöguna, svo og að landstjórnin taki henni vel, svo að framkvæmd geti orðið á þessu hið bráðasta.