24.02.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1970 í B-deild Alþingistíðinda. (2427)

135. mál, landbúnaðarmál

Pétur Jónsson:

Það mætti æði lengi telja upp, hvað legið gæti fyrir slíkri nefnd og hér er um að ræða, en eg get ekki gengið fram hjá einu atriði, sem nefndin ætti að athuga.

Það er mál, sem gekk í gegnum Nd. á síðasta þingi, en var ekki útkljáð í Ed. Það er um stofnun húsmæðraskóla. Þetta mál heyrir til búnaðarmálanna.

Það var, eins og eg hefi tekið fram, ekki útkljáð á þinginu, og ætti því nú að verða tekið til meðferðar.