15.02.1909
Sameinað þing: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 9 í B-deild Alþingistíðinda. (2464)

Umræður um kjörbréfin

Framsögumaður 1. kjördeildar (Björn Jónsson):

1. deild hefir rannsakað kjörbréf allra þeirra 13 þingm., sem í III. kjörbréfadeild voru, og leggur til, að kosningar þeirra allra séu teknar gildar. Eg skal geta þess, að ekki hafa nema 11 af þm. þessum lagt fram kjörbréf sín. Hinn 12., þm. S.-Þing., hefir lagt fram eftirrit af kjörfundarbókinni, sern sýnir, að hann var kosinn með um 100 atkv. mun og að eins 5 seðlar orðið ógildir. Getur því enginn vafi leikið á kjöri hans. Um hinn 13., þm. N.-Ísf., er það að segja, að þar fór engin kosning fram, en kjörstjórnin lýsti hann á lögmæltum fundi réttan þingmann sýslunnar. Það er því einróma tillaga kjördeildarinnar, að allir þeir 13 þm., sem lentu í III. kjörd., sitji þingið.