15.02.1909
Sameinað þing: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 11 í B-deild Alþingistíðinda. (2468)

Umræður um kjörbréfin

Lárus H. Bjarnason:

Eg skal leyfa mér að geta þess, viðvíkjandi því sem síðasti þingm. sagði, að hér er komin fram tillaga frá kjörbréfadeildinni um að samþykkja kosninguna. Sú tillaga er í rauninni nefndartillaga. Því væri það á móti þingsköpunum að skipuð væri ný nefnd í málinu. Þyki þinginu málið ekki fullrannsakað í kjörbréfadeildinni mætti fresta atkvæðagreiðslu um stund án nefndarsetningar. Annars tel eg réttast að ganga til atkvæða um tillögu deildarinnar þegar í stað.