19.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 77 í B-deild Alþingistíðinda. (2547)

Lausnarbeiðni varaforseta efri deildar

Forseti lýsti því yfir, að hann áliti ekki, að veiting beiðni þessarar kæmi í bága við 35. gr. stj.skrárinnar, og sæi því ekkert á móti því, að gengið yrði til atkv. um hana.

Var þá gengið til atkv. og greiddu 9 atkv. með beiðninni en 4 á móti.

Forseti lýsti því þá yfir, að með því að um afbrigði frá þingskapalögunum væri að ræða, þyrfti samkvæmt 7. gr. þingsk. samanborinni við 53. gr. þeirra ¾ hluta atkv. til þess að löglega yrði samþykt, og væri því beiðninni synjað.