20.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1001 í B-deild Alþingistíðinda. (2665)

78. mál, fjármálanefnd

Flutningsm. (Sig. Stefánsson):

Eg skal lýsa því yfir fyrir hönd meirihlutans, að við höfum ekki borið okkur saman um breyt.till. á skipan nefndarinnar í þessa átt. En eg lít svo á, að háttv. 4. kgk. hefði orðið að koma fram með breyt.till. um þetta atriði, ef hægt á að vera að taka slíkt til greina. En til þess yrði aftur að fresta umræðunni.

Hinsvegar vil eg vekja athygli á því, að minni kraftar verða eftir til þess að sinna öðrum málum, ef svona margir menn yrðu settir í þessa einu nefnd. Mér er þetta alls ekki kappsmál, en finst líka það atriði dálítið athugavert, að fjárlaganefndin gæti borið deildina ofurliði í hverju máli, þegar til atkvæðagreiðslu kæmi, ef hún væri skipuð meiri hluta þingdeildarinnar.