01.04.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 928 í B-deild Alþingistíðinda. (795)

67. mál, úrskurðarvald sáttanefnda

Framsögum. (Jósef Björnsson):

Eg vildi aðeins gjöra örlitla athugasemd út af ummælum hins háttv. þm. Ísf. Hann sagði að sín reynsla væri sú, að það væri um réttmæti skuldanna, sem menn greindi á. Í sambandi við þetta vildi eg benda á, að sáttanefndir hafa ekki aðeins fullnaðarúrskurðarvald, þá er um viðurkendar skuldir er að ræða, heldur og þegar stefndi ekki mætir, og sáttanefndin ekki hefir ástæðu til að ætla, að hann hafi lögmæt forföll. Sáttanefndunum er því falið, að úrskurða af handahófi um skuldir, sem ekki eru viðurkendar. Eg vildi aðeins benda á, að þetta er eitt af mörgu, sem nefndin hefir að athuga við frumv. þetta.