19.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 936 í B-deild Alþingistíðinda. (807)

68. mál, æðsta umboðsstjórn Íslands

Sigurður Hjörleifsson:

Eg er tveim síðustu ræðumönnum ekki sammála um það, að ekki sé ástæða til að skipa nefnd í málið. Báðir játuðu þeir, að það væri íhugunarvert, hvort kjör ráðherra væru svo góð sem þyrfti að vera, og því finst mér þeir ættu einmitt að vera því meðmæltir, að nefnd væri sett til að íhuga þetta frumv., einkum þar sem það nær ekki að eins til eftirlaunanna heldur og til launanna.

Yfirleitt finst mér umræðurnar benda í þá átt, að ástæða sé til að kjósa nefnd, og vil eg því halda fast við þá tillögu.