17.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 21 í B-deild Alþingistíðinda. (980)

1. mál, fjárlög 1910 og 1911

Framsögumaður (Björn Jónsson):

Það hefir verið vani þegar fjárlögin hafa verið til framh. fyrstu umr., að nota þá tækifærið til þess að rekja störf stjórnarinnar, og finna að því, sem menn álíta aðfinsluvert í fari hennar. En nú hefir öllum komið saman um mér og mínum flokksmönnum að láta þennan eldhúsdag niður falla, vegna þess að hann er búinn að vera þetta árið, var 23. febr., þegar rædd var vantraustsyfirlýsingin til stjórnarinnar (ráðherrans), svo það er ekki sérstaklega þörf á því að hafa hann nú. Ennfremur má benda á það að núverandi stjórn er þegar farin frá völdum, svo það virðist vera þarflítið að rifja upp sakir á hendur henni. Af þessum ástæðum tel eg langréttast að láta þennan svonefnda eldhúsdag niður falla að þessu sinni. Hef svo ekki annað um þetta að segja en æskja að málinu sé vísað til 2. umr.

Að öðru leyti þykir mér mikið undir því komið að málinu verði hraðað, vegna þess að eg fer utan, eins og menn vita, að 3 dögum liðnum og þyrfti þá að hafa lokið framsögu minni við 2. umr.