23.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 604 í B-deild Alþingistíðinda. (1077)

87. mál, fjáraukalög 1910 og 1911

Framsögumaður (Björn Þorláksson):

Viðvíkjandi því sem háttv. þm. Barð. (B J.) sagði um eftirlaun frú Þóru Melsteð og um það, að fjárlaganefnd færist ekki vel við hana, þá átti eg sízt von á slíkum orðum úr þeirri átt. Fjárlaganefnd fórst þó betur við hana en fyrverandi ráðherra, sem gleymst hafði að setja hana inn í fjáraukalögin. Aðfinsla hans því ekki á rökum bygð. Hins vegar álít eg að þinginu farist fullvel við þessa að allra dómi mjög svo góðs verðu kona, ef það lætur hana fá 400 kr., einkum þar sem fjárlaganefndin þykist vera viss um, að efnahagur hennar sé ekki eins bágborinn, eins og af er látið; hún á þó stóra húseign hér í bænum, sem hlýtur að vera mikils virði.