17.02.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 650 í B-deild Alþingistíðinda. (1102)

144. mál, fjáraukalög 1908 og 1909

Ráðherrann (B. J.):

Það eru rúmar 84 þús. kr., sem farið er fram á, að veittar séu á þessum fjáraukalögum umfram það, sem veitt er í fjárlögunum. Það er ánægjulegt að geta skýrt frá því, að meiri hluti þessa fjár hefir farið til samgöngubóta. Til flutningabrauta hefir farið um 20 þús. kr., til póstferða um 13 þús. kr., til vita á Reykjanesi 12 þús. kr. og til ritsíma 7 þús. kr. Að öðru leyti vísast til frumv. sjálfs og athugasemda yfirskoðunarmanna. Stjórnin mun og að sjálfsögðu veita nefndinni allar þær skýrslur, sem þörf þykir á.