07.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1310 í B-deild Alþingistíðinda. (1585)

45. mál, stofnun lagaskóla á Íslandi

Flutningsmaður (Jón Magnússon):

Eins og og tók fram áðan, verð eg að segja það, að eg get ekki skilið að þetta frumv. komi á nokkurn hátt í bága við frumv. það, en háttv. 1. þm. Rvk. (J. Þ.) gat um eða þurfi að tefja þetta frv. hins vegna. Lagaskólalögin taka það skýrt fram að þeir einir sem tekið hafa lögfræðispróf við lagaskólann íslenzka, hafi rétt til lögfræðisembætta hér á landi eftir ákveðinn tíma. Og eg býst ekki við því, að önnur. ákvæði verði sett inn í lög um réttindi háskólans. Eg álít ekki þörf á því að fara að breyta háskólalögunum, þótt þetta frumvarp fái fram að ganga.

Annars er eg ekki hræddur við það að frv. verði vísað til nefndar, því að eg treysti því, að það komi þá frá henni aftur mjög bráðlega með tillögu um að það verði samþykt — það er svo sjálfsagt að veita það, er hér er farið fram á. (Jón Þorkelsson: Já, að efninu til). Því að það er ekki rétt, að tengja þetta við annað mál, sem ekki er víst hvern framgang fær, því að eg veit, að enginn af háttv. deildarm. vill hindra framgang þessa frumv.