09.03.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1311 í B-deild Alþingistíðinda. (1589)

45. mál, stofnun lagaskóla á Íslandi

Flutningsm. (Jón Magnússon):

Eg verð að álíta, að brtill. hafi ekki við næg rök að styðjast. Áður en eg bar frv. fram, hafði eg borið mig saman við kennara lagaskólans, og voru þeir því ekki mótfallnir. Þeir lögfræðisnemendur, er urðu stúdentar 1907 eða fyr, áttu ekki kost á að velja milli skólanna, en hinir er síðar útskrifuðust, hafa átt kost á um að velja, vissu að hverju þeir áttu að ganga í þessu efni. En þeir, sem orðið hafa stúdentar fyrir 1908, eiga að forfallalausu að geta lokið námi sínu, áður en fresturinn er úti, ef hann er lengdur um 1½ ár. Eg er líka hræddur um, að það myndi mæta mótspyrnu frá hálfu lagaskólans, ef farið yrði mjög að rýmka um slíkar undanþágur, og verður að taka nokkuð tillit til þess. Og ef farið er út fyrir þetta takmark, þá er ekki fyrirbygt, að haldið verði áfram að veita slíkar undanþágur, og vil eg því ráða háttv. deild að samþykkja þetta.