18.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1353 í B-deild Alþingistíðinda. (1644)

66. mál, gjöld til holræsa og gangstétta í Reykjavík

Jón Þorkelsson:

Holræsagerð er það, þegar ný holræsi eru lögð, en svo geta þau bilað og þurfa viðgerðar og það er líka holræsagerð. Þarf því að taka það skýrt fram, hver eigi að standast kostnaðinn af viðhaldi þeirra.