03.05.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 1361 í B-deild Alþingistíðinda. (1661)

154. mál, lántökuheimild

Hálfdan Guðjónsson:

Eg bað um orðið í sömu andránni og háttv. 2. þm. Árn.

(S. S.) og eg hefði getað sparað mér ómakið, því hann hefir tekið fram flest af því, sem eg vildi sagt hafa.

Eg tek í sama strenginn og hann, að það er undarlegt, að ekkert skuli um þetta mál hafa heyrst enn og er það þó til 3. umr. nú. En mig rekur þó minni til þess, að þegar landssjóður í fyrsta skifti tók ½ miljón kr. lán, þá þótti bæði mér og öðrum það býsna mikil tíðindi. Síðan hafa komið lög um fleiri lántökur, syo að skuld okkar út á við skiftir nú miljónum; og nú á að taka nýtt lán, hátt upp í ¾ miljón. Enn hefir ekki verið gerð grein fyrir því hér í deildinni, hversvegna þetta er gert, en það er skeytingarleysi bæði af mér og öðrum, að heimta ekki gerða fulla grein fyrir þessu. Eg vona nú, að orð okkar hafi þau áhrif, að full skýring verði gefin, og það má varla minna vera, en svo verði, áður en deildin skilst við þetta mál.