04.04.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 726 í B-deild Alþingistíðinda. (460)

22. mál, æðsta umboðsstjórn Íslands

Framsögum. Jósef Björnsson. Eg skal leyfa mér að lýsa yfir því fyrir hönd nefndarinnar, að breytingartillöguna á þskj. 507 hefir nefndin með engu móti getað aðhylst. Dálítið öðru máli er að gegna með hinar breytingartillögurnar; þær voru nefndarmönnum misjafnlega hugþekkar, og get eg ekki sagt hvernig nefndarmenn greiða þar atkvæði. —