03.05.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 749 í B-deild Alþingistíðinda. (491)

130. mál, tollalög

Ráðherra (Kr. J.); Það var að eins örlítil athugasemd, sem eg vildi gera um breytingartillögur nefndarinnar, sem eg get eigi fallist á. Nefndin leggur það sem sé til, að í staðinn fyrir orðið mæli eða mælis komi orðið „lítra“ og í staðinn fyrir tvípund komi „kílógr“. Eg skal játa að eg er engan veginn ánægður með öll þau íslenzku heiti á vog og mæli, sem stjórnarráðið hefir tekið á skrá, en um orðið tvípund get eg sagt, að eg fellli mig sérstaklega vel við það. Í lögunum 1907 segir, að stjórnarráð Íslands geti ákveðið, hver íslenzk heiti megi nota jafnhliða útlendu nöfnunum. Eg ætla að þessi nöfn, sem eg hér er að tala um, séu tekin úr skrá, sem stjórnarráðið hefir samið eða látið gefa út. Eg vildi leggja það til, að þessi heiti væru látin halda sér. Þetta er að vísu ekki stórvægilegt atriði, en eg felli mig betur við, að þessu sé ekki breytt.