02.05.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 859 í B-deild Alþingistíðinda. (658)

15. mál, verslunarbækur

Steingrímur Jónsson:

Eg vil heldur mæla líf í frumvarpið. Það er sumt í því til töluverðra bóta, sérstaklega breytingin á 2. gr. laganna 1909. Þessi lög hafa reynst kaupmönnum lítt bærileg, hafa haft mikinn kostnað í för með sér fyrir þá, en hinsvegar ekki komið að tilsvarandi gagni. Þessvegna vil eg mæla líf í frumvarpið, að minsta kosti til 3. umræðu, og mætti þá ef til vill laga það nokkuð.