09.03.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 889 í B-deild Alþingistíðinda. (750)

63. mál, Húsavík með Þorvaldsstöðum

Sigurður Hjörleifsson:

Eg leyfi mér að taka það hér fram, af því að eg átti þátt í því á þinginu síðast, að frumvarp þetta var fellt, að aðalástæðan til þess var sú, að málið var óhæfilega illa undirbúið, Nú þegar málið hefir fengið undirbúning, vil eg styðja það að frumvarpinu verði vísað til nefndar. Eg leyfi mér því að gera það að tillögu minni, að málinu sé vísað til nefndar þeirrar, sem fjallar um laun sóknarpresta. Eg skal svo ekki fara frekara út í efni frumvarpsins á þessu stigi málsins.