04.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 48 í B-deild Alþingistíðinda. (901)

111. mál, fjárlög 1912-1913

Björn Jónsson:

Eg skal ekki lengja þrasið um áætlun mína og háttv. fjárlaganefndar um vínfangatollinn. Mótbárurnar á móti áætluninni eru ekki annað en spár og ágizkanir. Eg fer meira eftir því sem embættismaður sá, sem er allra manna kunnugastur um þetta, segir um það, en hjali þessara hv. þm. Eg vil ennfremur benda á, hvort miklar líkur eru til, að fráfarandi stjórn hafi farið glæfralega í áætlunum sínum, þar sem ýmsir liðir eru raunar settir lægri en í næstu fjárlögum á undan, og þar á meðal er áfengistollurinn, því það er alveg eins líklegt, að síldarafli lifni við á næstu árum. Það hefir alstaðar verið gætt hinnar mestu varfærni í áætlun teknanna. Víðast hvar verið látið standa við það, sem áður var. Útgjöldin eru tilfærð, eins og áður hefir verið víðast hvar, t. d. til vega og síma. Hitt er satt, að ekki hefir verið ráðist í mörg ný kostnaðarsöm fyrirtæki. Eg og aðrir líta svo á, að eins og fjárhagur landsins er nú, þá eigi að fara svo varlega sem auðið er.