10.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 625 í B-deild Alþingistíðinda. (1054)

69. mál, prestssetrið Presthólar

Flutningsm. (Benedikt Sveinsson):

Þetta frv., eða annað líks efnis, lá hér fyrir þinginu í fyrra, en með því að þá fylgdu því ekki önnur skjöl, en beiðnin um að fá jörðina keypta, sá þingið sér ekki fært, að því sinni, að samþykkja frv., heldur vísaði málinu til landstjórnarinnar með rökstuddri dagskrá. Um verðið, sem til er tekið, skal eg geta þess, að það er sett sem næst því, er ætla má, að jörðin hefði verið metin eftir þeim reglum, er gilda um sölu kirkjujarða, en það má betur athugast í nefnd.

Hér liggja nú í lestrarsalnum mörg gögn málinu til skýringar, og þætti mér vel fallið að kosin yrði 3 manna nefnd til þess að athuga þau. Og með því að þar gæti orðið um lögfræðileg vafaatriði að ræða, væri líklega rétt að hafa einhvern lögfræðing í þeirri nefnd.