13.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 647 í B-deild Alþingistíðinda. (1102)

79. mál, bannlögin, viðauki

Flutningsm. (Guðlaugur Guðmundsson):

En hefi hér litlu við að bæta. Eg þykist vera viss um, að óhætt er að trúa stjórninni til þess, að misbeita ekki þessari heimild. Það er líka óþarfa tortryggni, að halda að þetta sé gert til þess að koma bannlögunum fyrir kattamef, miklu fremur er þar rutt úr braut einu atriði, sem fyrirsjáanlega mun vekja óbeit margra á þeim. Að hér sé nóg til af boðlegum vinum, skal eg ekki dæma um, en þó held eg að svo sé ekki.

Málið er svo óbrotið, að eg álít enga þörf á nefnd. Hins vegar mundi ekkert vera á móti því, ef þurfa þykir, að gera orðabreytingar við frumv.