20.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 1001 í B-deild Alþingistíðinda. (1433)

6. mál, stofnun yfirsetukvennaskóla í Reykjavík

Lárus H. Bjarnason:

Það er rétt hjá báðum hv. þm., sem talað hafa, að formaður læknadeildarinnar hefir lýst yfir því, að engin tök séu á því, eins og nú stendur, að deildin geti bætt á sig kenslu í ljósmóðurfræði. En hann hefir jafnframt skýrt mér frá því, að bráð nauðsyn sé á því, að fjölga kennurum þar í nánustu framtíð. Hann einn kennir það, sem 5 menn kenna annars staðar. Og hann hefir ennfremur sagt, að ef sú fjölgun fáist, þá geti sá maður, sem við bætist, tekið þessa kenslu að sér, án uppbótar.

Hv. 1. þm. N.-Múl. (Jóh. Jóh.) sagði að í K.höfn færi nú ljósmóðurkensla fram utan háskólans. Hv. þm. Sfjk. (V. G.) segir mér að þetta sé ekki rétt. Kennarinn heiti Leopold Meyer, og sé háskólaprófessor, en þótt svo væri þá værum við ekki skyldir til að fara eftir því. Úr því að nauðsynlegt verður að bæta einum kennara við læknadeildina og úr því að sá maður getur tekið þessa kenslu að sér, landinu að kostnaðarlausu, þá álít eg sjálfsagt að ekki sé verið að samþykkja til frambúðar svo verulega viðbót við laun landlæknis, þau eru ekki svo lítil þess utan, 4 þús. kr., enda átti hann fyrir þau laun ekki að eins að gegna landlæknisembættinu, heldur og að vera fastamaður og kennari læknaskólans, en nú hefir hann verið leystur frá síðara starfinu, og heldur þó sínum upprunalegu launum. Auk Þess er hann einn af þeim læknum þessa bæjar, sem munu fá fleiri þúsund á ári fyrir „praxis“.

Hann er ekki skyldur til þess, segir þann sjálfur, að hafa kenslu yfirsetukvenna á hendi. Ekki borgunarlaust, nei, en hann hefir borgun fyrir það, og það er til hæstir.d. frá 1887, III. b. Ldsyfgds. bls. 250 sem lýsir því, að landlæknir sé skyldur til að kenna yfirsetukonum, en gerir honum jafnframt borgun fyrir það, sömu borgun og héraðslæknar höfðu fyrir það áður, 50 kr. fyrir kvenlærling, og það er nægileg borgun, ekki sízt þegar litið er á að hann hefir verið leystur undan kenslu við læknadeildina.

Benda mætti og á það, að samþykt þessa frv. mundi hækka eftirlaun landlæknis. Eg held því að öllu sé óhætt, þótt hann fái ekki þetta upp á lífstíð, og það þess heldur, sem hér er nú aukaþing, er hefir drepið eða svæft alt, sem til útgjalda horði, þar á meðal 1.500 kr. framlag til heillar stéttar og líklega einhverrar hinnar nauðsynlegustu, eg á við hækkun eina á framlagi landssjóðs til styrktarsjóðs barnakennara.

Benda mætti líka á það. að sumstaðar í öðrum löndum t. d. í Danmörku, hafa slíkir læknar ekki nema þetta 1.600—2.400 kr. í föst laun, svo að eftir því ætti okkar landlæknir að hafa sæmilega nóg. Eg vil því leggja það til, að brtill. hv. þm. N.-Þing. (B. Sv.) verði samþ., og mér þykir líklegt að margir hv. þm. muni gera það, a. m. k. þeir sem tekið hafa eftir því að breyting hv. nefndar í stj frv. miðar að því, að lækka laun yfirsetukvenna þeirra er eigi að vera landlækni til aðstoðar við kensluna, en láta laun landlæknis óhreyfð. Ef þessar brtill. verða ekki samþ. mun eg greiða atkv. á móti frv., og reyndar kannske hvort sem er.