24.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 1080 í B-deild Alþingistíðinda. (1527)

59. mál, þingfararkaup alþingismanna

Ráðherrann (H. H.):

Háttv. 2. þm. S.-Múl. (J. Ól.) hefir auðsjáanlega ekki lesið rækilega nefndarálitið. 1 nefndarálitinu sést berlega, að í ferðakostnaðinum eru alls ekki meðtaldir kostpeningar á skipunum. En þar sem þm. ekki ávalt eiga heima á skipaviðkomustöðum, þá er í ferðakostnaðarákvæðum frv. einnig talinn kostnaður við landferð úr miðju kjördæmi til skips. Þessi kostnaður verður að reiknast fyrir ferfalda leið: fram og aftur með hesta, frá heimili og heim aftur, á leið til þings og eins á leið frá þingi. Auk þess er að eins, fyrir utan fargjald, talinn 2 kr. aukakostnaður á ferðinni á dag.