14.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 631 í B-deild Alþingistíðinda. (1630)

69. mál, prestssetrið Presthólar

Pétur Jónsson:

Eg vildi að eins með örfáum orðum mótmæla því,að sýslunefnd Norður-Þingeyjarsýslu hafi lagt á móti þessari sölu af persónul. ástæðum.

Svo skal eg geta þess, að eg veit að vísu að þessi prestur hefir að vísu lagaheimild til þess að sitja á sínu fyrra prestssetri, en það er önnur krafa, sem á honum hvílir, og það er, að hann búi nær miðju hins nýja prestakalls þegar til kemur. Það mun vera stærsta prestakall á landinu, og Presthólar eru, rétt við endann á því.