16.07.1912
Neðri deild: 2. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 7 í B-deild Alþingistíðinda. (1674)

Stjórnarfrumvörp lögð fram

Ráðherra (Kr. J.):

Samkvæmt skipun konungs skal eg hérmeð leggja fyrir h. h. deild þessi frv.:

1. Frv. til laga um breyting á tíma, þeim er hið reglulega alþingi kemur saman.

2. Frv. til laga um ritsíma og talsíma kerfi Íslands.

3. Frv. til laga um heimild fyrir ráðherra Íslands til þess að gera samning um einkaréttarsölu á steinolíu um tiltekið árabil.

4. Frv. til laga um viðauka við tolllög fyrir Ísland 11. júlí 1911.

5. Frv. til laga um viðauka við lög um útflutningsgjald af fiski, lýsi o. fl., frá 4. nóvbr. 1881.

6. Frv. til laga um hagfræðisskýrslur um tóbaksinnflutning árið 1913.

7. Frv. til laga um að landsjóður kaupi einkasímann til Vestmannaeyja og símakerfið þar.

Öllum þessum frv. var útbýtt meðal þingmanna.

Færsla þingtímans.

FRUMVARP til laga um breyting á tíma, þeim er hið reglulega alþingi kemur saman; (stj.frv. A. bls. 104). 1. umr. 19. júlí.