14.08.1912
Efri deild: 24. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 410 í B-deild Alþingistíðinda. (428)

71. mál, kolatollur

Steingr. Jónsson:

Jeg vil aðeins taka það fram, að mjer hefur eigi dottið annað í hug, en að forseti einn rjeði því, hvort taka skyldi málið út af dagsskrá.

En jeg leit svo á, þótt það kannske kunni að hafa verið rangt, að meiri hluti deildarinnar mundi vera með því, að málið væri tekið út af dagsskrá.

Þar sem hinn háttv. 6. kgk. þm. gat þess, að málið gæti eigi gengið í gegn vegna of naums tíma, ef það yrði tekið út af dagsskrá, þá er þetta ekki rjett; því það þarf þó ekki meira en einn dag til þess að ljúka málinu.