19.07.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 8 í B-deild Alþingistíðinda. (490)

4. mál, breyting á alþingistíma

Ráðherra (Kr. J.):

Frv. þetta er lagt fyrir af landstjórninni og er með fám orðum drepið á ástæðurnar til þess í athugasemdunum við það.

Það er enn mjög stutt síðan hinn gamli samkomutími þings var færður frá mánaðamótunum júní—júlí aftur í miðjan febrúar. Þessi breyting virðist ekki hafa átt almennum vinsældum að fagna. Margir eru þeirrar skoðunar, að ver hljóti að vera unnið á vetrarþingum en sumarþingum, og allir játa, að vetrarþingin séu dýrari. Það getur því þegar af þessari ástæðu verið ráðlegt að breyta þingtímanum. En svo er annað atriði, sem gerir þessa breytingu blátt áfram óhjákvæmilega, en það er notkun þinghússins sem háskólahúss. Kensluár háskólans er frá 1. okt. til ?: 20. júní. Honum verður hvergi annarsstaðar undir þak komið en í þinghúsinu, en hinsvegar geta tvær svo miklar stofnanir sem þingið og háskólinn ekki komist fyrir eða notið sín samtímis í svo litlu húsrúmi. T. d. þarf alþingi að halda á stofunum niðri til nefndarfunda. Stjórnin sá sér því eigi annað fært, en að koma fram með frv. þessa efnis, nefnilega að færa þingtímann aftur fram á sumarið.