23.07.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 350 í B-deild Alþingistíðinda. (747)

24. mál, stofnun Landsbanka

Flutn.m. (Jón Ólafsson):

Herra forseti! Eg þakka hv. þm. Dal. (B. J.) fyrir undirtektir hans undir þetta mál, en vil um leið geta þess, að ef engin lög væru til um þetta, þá mætti að sjálfsögðu stofna útbú hvar sem hentast þætti, en þar sem nú lögin einmitt nefna þessa þrjá staði, þá virðist með því ætlast til þess, að fyrst verði fullnægt því heitorði. Svo hefir bankastjórnin að minsta kosti skilið þetta og, að því er eg ætla, landsstjórnin líka.