23.08.1912
Sameinað þing: 7. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 68 í B-deild Alþingistíðinda. (9)

105. mál, sambandsmálið

Flutningsmaður (Guðl. Guðmundsson):

Um tillögu þá, sem fyrir liggurr þarf jeg ekki að fara mörgum orðum.

Það er öllum vitanlegt, að mikill meiri hluti alþingis óskar þess, að tilraun sje gerð til nýrra samninga um sambandið milli Danmerkur og Íslands. — Hið sama hefur og komið fram á síðustu þingmálafundum. Af þeim hafa 35 fundir í 16 kjördæmum óskað þess, að málinu væri hreyft á þessu alþingi; 8 fundirnir hafa ekki viljað láta hreyfa því, en á 4 fundunum hefur engin ályktun verið tekin um málið. Þessi tillaga er því í fullu samræmi við vilja þingsins og þjóðarinnar, og jeg vænti þess því, að hún nái samþykki. Jeg skal geta þess, að það hefði máske verið heppilegra að setja í stað orðanna „nýrra samninga“ í tillögunni orðin „samninga af nýju“, en jeg vona, að þetta geti ekki valdið misskilningi.

Það er sjálfsagt, að árangur sá, er verða kann af þessum tilraunum, verður lagður undir atkvæði þings og þjóðar, áður en nokkru verður til lykta ráðið. Það er því ekki tímabært að fara nú að fara út í einstök atriði málsins. Til þess mun gefast kostur, þegar einhver árangur liggur fyrir ef þessum tilraunum, sem hjer er talað um.