08.07.1913
Neðri deild: 6. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 126 í C-deild Alþingistíðinda. (101)

19. mál, eftirlaun handa Steingrími Thorsteinssyni

Einar Jónsson:

Vegna þess að eg hefi stimplað mig hér á þinginu sem nokkurs konar hatara skáldanna, ætla eg að geta, þess, að eg lít öðruvís á um Steingrím Thorsteinsson — tel eigi ósanngjarnara að Sýna honum viðurkenningu sem skáldi, heldur en ýmsum öðrum, sem slíkt hnoss hafa hlotið áður. Frá byrjun ævi minnar hefi eg ekki haft meiri skemtun af öðrum kveðskap en hans. Mun eg því eigi verða á móti því, að frumv. nái fram að ganga en þó eigi greiða atkvæði með því með öðrum orðum, láta það hlutlaust. Vil eg svo stinga upp á, að gengið verði til atkvæða um málið.